-3.1 C
Selfoss

Þollóween sló í gegn í Þorlákshöfn

Vinsælast

Þollóween fór fram í Þorlákshöfn 28. október til 2. nóvember. Hátíðin hefur verið mjög vinsæl síðustu ár og þátttaka góð. Viðburðirnir voru margir og eitthvað í boði fyrir alla aldurshópa. Má þar nefna draugagarð, draugahús, ónotalega sundstund, grafir og bein fyrir yngstu börnin og hefðbundið grikk eða gott. Hátíðin endaði svo á nornaþingi í Versölum, þar sem konur komu saman í svokölluðu Pálínuboði. Nornir sáu um skemmtiatriði og var happdrætti og gjafapokar í boði. Hátíðin heppnaðist mjög vel þetta árið.

Nýjar fréttir