-8.3 C
Selfoss

Vel heppnuð hátíðarmessa í Víkurkirkju

Vinsælast

Í tilefni af 90 ára vígsluafmæli Víkurkirkju, sem vígð var 14. október 1934, var haldin hátíðarmessa í kirkjunni og einnig var sett upp sögusýning af sama tilefni. Svanhvít Sveinsdóttir sóknarnefndarformaður Víkurkirkju sá, að mestu leyti, um utanumhald og skipulag. Ákveðið var að tengja þessa atburði inn í Regnbogahátíð sem haldin er í Mýrdalshreppi á hverju ári, en það var helgina 5. – 6. október. Á sýningunni sem haldin var í kirkjunni voru sett fram messuklæði og fleiri munir kirkjunnar. Hápunkturinn var myndasýning eftir Þóri Kjartansson sem hefur safnað filmubútum og myndum af sögu kirkjunnar og eru þær heimildir ómetanlegar.

Ljósmynd: Aðsend.

Hátíðarmessan var síðan haldin sunnudaginn 6. október og þar var margt góðra gesta. Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir prédikaði og flutti þakkir til sóknarnefndafólks og allra þeirra sem hafa lagt kirkjunni lið í gegnum árin. Mættir voru einnig fyrrverandi prestar Víkurkirkju, sr. Gísli Jónasson, sr. Haraldur M. Kristjánsson og sr. Árni Þór Þórsson. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir, sem tók við embætti Víkurprestakalls 1. september sl. þjónaði ásamt sr. Árna. Sr. Haraldur las ritningarlestra og Helga Halldórsdóttir, meðhjálpari, las upphafs- og lokabæn. Kammerkór Tónskóla Mýrdalshrepps söng undir stjórn Alexandra Chernyshova sem einnig söng einsöng. Organisti var Kjartan Valdemarsson. Eftir messu var boðið í messukaffi á Hótel Vík í Mýrdal og var það sameinað árlegu kaffi Regnbogahátíðar. Sóknarnefndarfólk og kirkjan skaffaði veitingarnar. Það var mál manna að hátíðin hefði heppnast vel í alla staði.

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands.
Ljósmynd: Aðsend.

Margir lögðu hönd á plóg og eru þeim færðar þakkir. Það þarf mikið til að halda stóra hátíð og sóknarnefnd Víkurkirkju færir eftirfarandi styrktaraðilum kærar þakkir.

E. Guðmundsson ehf Veitingahúsið Suður-Vík ehf
Auðbert og Vigfús ehf Verslunin Aldan ehf
RafSuð ehf Gistiheimilið Norður-Vík ehf
Keif ehf Prjónastofan Katla ehf
Bergrún ehf Vélaverkst. Smára Tómass ehf
Trölli ehf Afl Smíði og Múr ehf
BC Pizza ehf Ásblik ehf  Mýrarbraut 13
Makki ehf Smiðjan Brugghús ehf
Hótel Kría ehf Fagradalsbleikja ehf
Skool Beans ehf Icewear / Drífa ehf
Starfsm.sjóður Hótel Kötlu Halldórskaffi ehf
Súpufélagið ehf Ársalir  ehf
Tjaldstæðið Vík Crepis ehf
Katlatrack ehf Kvenfélag Hvammshrepps
Ögmundur Ólafsson ehf Krónan
Puffin Hótel Vík ehf Kosy Vik slf
Sæsi ehf  Bakkabraut 6  

Nýjar fréttir