-0.5 C
Selfoss

Maður féll í Tungufljót

Vinsælast

Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi fyrir skömmu og er verið að reyna að bjarga honum. Lögreglan á Suðurlandi er með töluverðan viðbúnað. Straumvatnsbjörgunarmenn eru á vettvangi og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. Auk hefðbundinnar þyrluáhafnar fóru þrír björgunarsveitarmenn með henni.

Búið er að ná aðilanum upp og var hann fluttur með sjúkrabifreið af vettvangi.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um líðan hans að svo stöddu.
Fréttin hefur verið uppfærð.

Nýjar fréttir