-1.4 C
Selfoss

Hamarsmenn í sigurham

Vinsælast

Hamarsmenn fengu Þrótt Neskaupstað í heimsókn um helgina og spiluðu liðin tvo leiki í Unbroken deildinni.

Ungt lið Þróttar spilaði á köflum flott blak en Hamarsmenn unnu þó báða leikina nokkuð örugglega, 3-1 og 3-0.

Fyrir leiki helgarinnar voru KA menn og Hamar með jafn mörg stig á toppi deildarinnar. KA menn voru þó ofar á lista þar sem Hamarsmenn höfðu farið í of margar oddahrinur í sínum leikjum.

Þróttur Reykjavík gerði góða ferð norður og vann KA örugglega 3-1 og Afturelding vann svo Völsung í gær 3-0 í Mosfellsbænum.

Eftir leiki helgarinnar sitja Hamarsmenn nú einir á toppi deildarinnar með 21 stig eftir 8 leiki en KA og Þróttur Reykjavík eru í 2. og 3. sæti, með 15 stig eftir 7 leiki.

Nýjar fréttir