-3.1 C
Selfoss

Ásthildur leiðir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi

Vinsælast

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, alþingismaður og kennari, mun leiða lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.

Sigurður Helgi Pálmason safnvörður og þáttagerðarmaður skipar 2. sætið, Elín Fanndal félagsliði og varaþingmaður, skipar 3. sætið og Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður hjá VR og miðstjórnarmaður ASÍ, það fjórða.

Ásthildur Lóa, sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn á yfirstandandi kjörtímabili, er 3. varaforseti Alþingis og situr í efnahags- og viðskiptanefnd og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hún hefur verið formaður Hagsmunasamtaka heimilanna frá 2017 og barist fyrir heimilunum í okurumhverfi vaxta og húsnæðiskostnaðar þar sem réttindi neytenda á fjármálamarkaði eru oft lítils virt.

Sigurður Helgi Pálmason vinnur að þáttagerð fyrir RÚV og hefur komið mjög víða við í atvinnulífinu. Hann leggur áherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu fyrir alla, en þó sérstaklega fyrir eldri borgara, sem hann telur algjörlega fyrir neðan allar hellur. Hann er mikill áhugamaður um íslenska sögu og menningu.

„Við erum gríðarlega stolt af þessum lista,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. „Þarna fáum við nýjar og ferskar raddir inn á þing sem brenna t.d. fyrir málefnum aldraðra og þeirra sem minna mega sín, auk þess að vera með víðtæka reynslu og þekkingu á verkalýðsmálum og baráttu vinnandi fólks.“

Suðurkjördæmi:

  1. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, alþingismaður og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Garðabæ
  2. Sigurður Helgi Pálmason, safnvörður og þáttastjórnandi, Keflavík
  3. Elín Íris Fanndal Jónasdóttir, félagsliði, Þorlákshöfn
  4. Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður VR og miðstjórnarmaður ASÍ, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
  5. Anna Linda Sigurðardóttir, deildarstjóri Vallaskóla, Selfossi
  6. Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, smábátasjómaður og framkvæmdastjóri, Höfn í Hornafirði
  7. Sigrún Berglind Grétarsdóttir, leikskólaliði, Keflavík
  8. Jórunn Lilja Jónasdóttir, öryrki, Eyrarbakka
  9. Guttormur Helgi Rafnkelsson, vélvirki, Hveragerði
  10. Dagbjört Eilíf Baldvinsdóttir, hönnunarstjóri, Selfossi
  11. Bjarni Aðalsteinn Pálsson, bakari, Keflavík
  12. Helga Jónsdóttir, mósaíklistakona, Vestmannaeyjum
  13. Páll Bragi Hólmarsson, tamningamaður, Selfossi
  14. Inga Helga Fredriksen, öryrki, Vogum
  15. Ásta María Sigurðardóttir, stuðningsforeldri, Hvolsvelli
  16. Daði Þór Einarsson, tónlistarkennari, Þorlákshöfn
  17. Gunnþór Guðmundsson, eldri borgari, Keflavík
  18. Jón Þórarinn Magnússon, eldri borgari, Hellu
  19. Guðfinna Sigurgeirsdóttir, eldri borgari, Garði
  20. María G. Blómkvist Andrésdóttir, eldri borgari, Selfossi

Nýjar fréttir