1.7 C
Selfoss

Símar bannaðir í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Vinsælast

Frá og með mánudeginum 4. nóvember munu nýjar reglur um símanotkun nemenda á skólatíma taka gildi í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Hingað til hefur verið leyfilegt fyrir nemendur í unglingadeild að nota síma í frímínútum, en með nýju reglunum verður símanotkun alfarið óheimil á skólatíma.

Þessar breytingar eru afrakstur samráðsferlis þar sem leitað var álits foreldra, starfsfólks og nemenda. Kannanir sýndu að um 90% foreldra og starfsfólks vildu að nemendur væru í fríi frá símanum á skólatíma. Þó að 70% nemenda hafi viljað halda fyrri reglum óbreyttum, kom einnig fram að um 30% nemenda vildu fá frí frá símum á skólatíma.

Nemendur komu einnig með góðar hugmyndir að afþreyingu í frímínútum. Sem liður í því verður íþróttahúsið opnað oftar í frímínútum og lögð verður aukin áhersla á fjölbreytta afþreyingu með spilum og öðrum leikjum. Foreldrum er einnig bent á að gömul spil sem ekki eru lengur í notkun heima gætu nýst nemendum vel í frímínútum.

Við vonum að nýju reglurnar stuðli að betra námsumhverfi, meiri félagslegri samveru og aukinni einbeitingu fyrir nemendur okkar.

Nýjar fréttir