1.7 C
Selfoss

Allt á suðupunkti í Hveragerði

Vinsælast

Hamar og Afturelding áttust við í Unbroken deild karla í blaki í gærkvöld. Leikið var í Hveragerði.

Fyrstu tvær hrinurnar voru jafnar og spennandi og enduðu 25-23 og 25-21 fyrir Hamar.

Þá bættu gestirnir í og unnu þeir þriðju hrinu örugglega 25-16 en þá fjórðu með minnsta mun 25-23.

Það þurfti því oddahrinu til að knýja fram sigurvegara.

Í oddahrinunni var allt á suðupunkti. Hamarsmenn fengu rautt spjald um miðja hrinu fyrir að ögra andstæðingnum og fékk Afturelding stig fyrir vikið. Það dugði gestunum þó ekki. Heimamenn reyndust sterkari á lokasprettinum og höfðu að lokum sigur, 15-12 og unnu þar með leikinn 3-2.

Stigahæstur í liði Hamars var Tomek Leik með 27 stig en í liði Aftureldingar var Valens Torfi Ingimundarson stigahæstur með 31 stig.

Að loknum sex umferðum verma Hamarsmenn efsta sæti deildarinnar, ásamt KA, með 15 stig en Afturelding er sem fyrr í fimmta sæti með 8 stig.

Nýjar fréttir