1.7 C
Selfoss

Rangárvallarsýslu færður bekkur í tilefni 100 ára afmælis Ólafs Ólafssonar

Vinsælast

Rótarýklúbbur Rangæinga færði íbúum Rangárvallasýslu forláta bekk í tilefni þess að stofnfélagi klúbbsins, Ólafur Ólafsson, f.v. kaupfélagsstjóri og stofnandi klúbbsins, fagnaði 100 ára afmæli sínu. Bekkurinn stendur við Félagsheimilið Hvol á Hvolsvelli en þar eru fundir klúbbsins haldnir á fimmtudögum. Rótarýklúbbur Rangæinga hefur starfað frá árinu 1966 og haldið yfir 2500 fundi. Klúbburinn hefur staðið fyrir eða tekið þátt í fjölmörgum samfélagsverkefnum í sýslunni og á landsvísu.

Ljósmynd: Aðsend.
Ólafur Ólafsson, stofnandi Rótarýklúbbs Rangæinga.
Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir