1.7 C
Selfoss

Kótelettukvöld í Þingborg

Vinsælast

Hið árlega kótelettukvöld Flóamanna í Þingborg til styrktar Flóamannabók var haldið á laugardaginn fyrsta vetrardag. Fjölmenni sótti hátíðina og margt var sér til gamans gert. Ísólfur Gylfi Pálmason spilaði og söng og sagði skemmtilegar sögur, sem hittu vel í mark. Happdrættisvinningar voru ekki af verri endanum. Gjafabréf á 360° á Hnausi og annað á Hótel Vík í Mýrdal. Guðlaug Ólafsdóttir, ættuð frá Glóru, mætti ásamt Vigni Stefánssyni og Jóni Rafnssyni með ljúfa tóna og seyðandi lög. Eins og myndirnar bera með sér var glatt á hjalla og kóteletturnar vel vættar í smjöri freyddu um munnvikin.

Nýjar fréttir