-1.1 C
Selfoss

Fjölmenni í Byggðasafni Árnesinga

Vinsælast

Kvikmynd um Ágúst Þorvaldsson og Ingveldi á Brúnastöðum, líf þeirra og sögu og ekki síst æskuár Ágústs á Eyrarbakka, vakti mikla lukku í Álpönnuhúsinu eða Byggðasafni Árnesinga á sunnudaginn var. Það var Jón Ársæll Þórðarson, fyrrum sjónvarpsmaður, sem gerði kvikmyndina. Lýður Pálsson hefur staðið fyrir nokkrum atburðum á Eyrarbakka í tengslum við Menningardaga í Árborg. Ágúst sjálfur segir sögu sína ásamt sögumanninum Jóni Ársæli og fram koma nokkrir samferðamenn og vitna um kynni sín af Ágústi og heimilinu á Brúnastöðum. Guðni Ágústsson bætti mörgu við um sögu foreldra sinna og kryddaði hláturtaugarnar með skemmtilegum tilvitnunum og gamansögum. Gestirnir sögðu það einnar messu virði að rifja upp þessa sögu manns og þjóðar og fátæktina fyrir hundrað árum.

Guðni Ágústsson talar um sögu foreldra sinna.
Ljósmynd: Aðsend.
Guðni Ágústsson.
Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir