-1.4 C
Selfoss

Ljósmyndahópurinn HVER með sýningu í bókasafninu í Hveragerði

Vinsælast

Ljósmyndahópurinn HVER er hópur eldri borgara sem starfar undir merkjum FEBH í Hveragerði. Í nóvembermánuði verður hópurinn með ljósmyndasýningu í bókasafninu í Hveragerði. Sýningin heitir FYRR og NÚ -Hveragerði.

Þetta er hvorki söguleg né menningarleg sýning. Aðalmarkmið sýningarinnar er mín túlkun á tímanum fyrr og núMeginmarkmið hópsins er að hafa gaman saman. Hópinn skipa 15 félagar. Tíu félagar völdu að taka þátt í sýningunni. Hver og einn valdi sér eina gamla mynd frá Hveragerði eða nágrenni frá árunum kringum 1930-1970 og tók síðan mynd út frá svipuðu sjónarhorni. Félagar í ljósmyndahópnum BLIK á Selfossi aðstoðuðu við vinnslu myndanna og prentun. Hópurinn hvetur fólk til þess að líta við í bókasafninu og kíkja á myndirnar. Bókasafnið er opið mánudaga kl. 11-18:30, þriðjudaga-föstudaga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.

Nýjar fréttir