3.9 C
Selfoss

Guðbrandur efstur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi

Vinsælast

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í gærkvöld, 24. október.

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, forseti Rösvku og háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar.

Guðbrandur segist þakklátur og stoltur að fá að leiða öflugan lista Viðreisnar í kjördæminu og að fá að vinna með öllu þessu frábæra fólki.

„Viðreisn hefur með staðfastri stefnu sinni verið að ná til fólks og við munum nýta þennan stutta tíma sem er fram að kosningum til þess að tala við kjósendur. Fólk í Suðurkjördæmi veit alveg hvað stjórnmálamenn þurfa að gera og eiga að vinna að. Nú er tækifæri til að breyta um kúrs og við í Viðreisn erum svo sannarlega reiðubúin til að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrir fólkið okkar,“ segir Guðbrandur.

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi:

  1. Guðbrandur Einarsson, alþingismaður. Reykjanesbæ
  2. Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi. Hveragerði
  3. Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi og forseti Röskvu. Flúðum
  4. Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkur. Reykjanesbæ
  5. Sigurður Steinar Ásgeirsson, lögfræðingur og skipulagsfulltrúi. Þorlákshöfn
  6. Ástrós Rut Sigurðardóttir, fyrirtækjaeigandi. Selfossi
  7. Axel Sigurðsson, gæðastjóri og matvælafræðingur. Selfossi
  8. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður og formaður bæjarráðs. Hveragerði
  9. Bjarki Eiríksson, framkvæmdastjóri. Hellu
  10. Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, grunnskólakennari. Reykjanesbæ
  11. Sæmundur Jón Jónsson, bóndi. Hornafirði
  12. Ingibjörg Ýr Smáradóttir, þjónustustjóri. Reykjanesbæ
  13. Alexander Hauksson, háskólanemi. Reykjavík
  14. Ólöf Sara Garðarsdóttir, ferðafræðingur. Hvolsvelli
  15. Agnar Guðmundsson, tölvunarfræðingur. Reykjanesbæ
  16. Magnþóra Kristjánsdóttir, grunnskólakennari. Þorlákshöfn
  17. Birgir Marteinsson, lögfræðingur. Stokkseyri
  18. Þórunn Wolfram Pétursdóttir, umhverfisfræðingur PhD. Selfossi
  19. Ólafur Sigurðsson, Msc í alþjóðastjórnun og markaðssetningu. Selfossi
  20. Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur. Selfossi

Nýjar fréttir