1.1 C
Selfoss

Fjölbreyttir menningarheimar í Aratungu

Vinsælast

Sunnudaginn 3. nóvember nk. verður fjölmenningarhátíð haldin í Aratungu. Hátíðin er hluti af verkefninu „Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu“ og markmið hennar er að fagna og kynna fjölbreyttan menningararf samfélagsins.

Á hátíðinni verða fulltrúar frá 15 löndum, þar á meðal Ísland, Ítalía, Tékkland, Portúgal, Eþíópía, Noregur og fleiri þjóðir. Hvert land mun setja upp sýningarbás þar sem gestir geta kynnt sér menningu þeirra, matargerð, listir og aðra áhugaverða hluti. Boðið verður upp á smakk af mat og drykkjum frá ýmsum heimshornum og hægt verður að kynna sér hvaða afþreying er í boði í Uppsveitunum.

Undirbúningsfundur hátíðarinnar.
Ljósmynd: Aðsend.

Viðburðurinn er fjölskylduvænn og aðgangur er ókeypis.

Nýjar fréttir