3.9 C
Selfoss

Vésteinn og Ólympíuleikar í 40 ár

Vinsælast

Í tilefni af sýningu Minjanefndar Umf. Selfoss um Sigfús Sigurðsson, fyrsta Ólympíufara Sunnlendinga, mætti Vésteinn Hafsteinsson á Selfoss 23. október sl. og sagði frá upplifun sinni af Ólympíuleikum í gegnum árin. Vésteinn hefur á 40 ára tímabili farið á ellefu Ólympíuleika, sem keppandi fjórum sinnum og sjö sinnum sem fararstjóri og þjálfari, nú síðast sem fararstjóri ÍSÍ á leikunum í París.

Vésteinn sagði snilldarlega frá ferli sínum, allt frá því að vera ungur þátttakandi í íþróttastarfinu á Selfossi, komast í úrslit í kringlukasti á Ólympíuleikum og verða svo kastþjálfari í fremstu röð í heiminum. Hann náði þeim einstaka árangri að þjálfa tvo Ólympíumeistara í kringlukasti og þá þjálfaði hann fleiri afreksmenn sem unnu til verðlauna á leikunum og öðrum stórmótum. Vésteinn kynnti einnig þau verkefni sem hann vinnur að þessa dagana, sem afreksstjóri ÍSÍ. Hann komst ekki síður á flug þegar þau málefni voru rædd og markið sett hátt sem vænta mátti.

Nýjar fréttir