-1.1 C
Selfoss

Ingveldur Anna kjörin fram yfir tvo sitjandi þingmenn

Vinsælast

Kjördæmisfundur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fór fram á Hótel Selfoss sunnudaginn 20. október. Þar var valið á framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mun áfram vera oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Vilhjálmur Árnason heldur öðru sætinu.

Þrjú voru í kjöri fyrir þriðja sætið, þau Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórisson og Ingveldur Anna Sigurðardóttir. Ingveldur skákaði þeim og mun skipa þriðja sætið. Ásmundur var í þriðja sæti listans í kjördæminu í síðustu kosningum en Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksmanna en skipti í Sjálfstæðisflokkinn skömmu eftir kosningar.

Ingveldur fékk 10 fleiri atkvæði en Ásmundur, sem hverfur nú af þingi ásamt Birgi. Birgir skipar heiðurssæti listans.

1. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Hveragerði
2. Vilhjálmur Árnason alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins Grindavík
3. Ingveldur Anna Sigurðardóttir lögfræðingur og varaþingmaður Rangárþingi eystra
4. Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Vestmannaeyjum
5. Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur Svf. Árborg
6. Guðbergur Reynisson bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Reykjanesbæ
7. Kristín Traustadóttir viðskiptafræðingur Svf. Árborg
8. Gauti Árnason forseti bæjarstjórnar Svf. Hornafirði
9. Írena Gestsdóttir viðskiptafræðingur Svf. Ölfusi
10. Logi Þór Ágústsson laganemi Reykjanesbæ
11. Björk Grétarsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi og stjórnmálafræðingur Rangárþingi ytra
12. Hafþór Ernir Ólason framhaldsskólanemi Suðurnesjabæ
13. Gígja Guðjónsdóttir flugfreyja og uppeldis- og menntunarfræðingur Reykjanesbæ
14. Jón Bjarnason oddviti og bóndi Hrunamannahreppi
15. Rut Haraldsdóttir viðskiptafræðingur Vestmannaeyjum
16. Sveinn Ægir Birgisson formaður bæjarráðs Svf. Árborg
17. Sigrún Inga Ævarsdóttir samskipta- og markaðsstjóri Reykjanesbæ
18. Einar Jón Pálsson bæjarfulltrúi Suðurnesjabæ
19. Bjarki V. Guðnason sjúkraflutningamaður Skaftárhreppi
20. Birgir Þórarinsson alþingismaður Vogum

Nýjar fréttir