3.9 C
Selfoss

Fræðsluerindi um Valgerði Jónsdóttur í Skálholti

Vinsælast

Fræðsluerindi um líf og störf Valgerðar Jónsdóttur biskupsfrúar verður haldið í Skálholti laugardaginn 26. október kl. 16:00. Halldóra Kristinsdóttir sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafnsins heldur erindið og leiðir stutta göngu að því loknu. Mæting í fyrirlestrarsal Hótel Skálholts.

Halldóra Kristinsdóttir.
Ljósmynd: Aðsend.

Í erindinu verður leitast við að draga upp mynd af merkiskonunni Valgerði Jónsdóttur, en fjölmargar heimildir hafa varðveist sem geta varpað ljósi á líf hennar og sögu. Eftir erindið verður farið í stutta göngu yfir í Skálholtskirkju og niður á safnið þar sem legsteinn sá sem Valgerður lét útbúa fyrir Hannes Finnsson biskup eiginmann sinn. Gengið verður út undirgöngin og út á fornleifasvæðið sem sýnir húsaskipan á 17. og 18. öld þegar Valgerður var biskupsfrú í Skálholti.

Veitingastaðurinn Hvönn verður opinn og hægt að kaupa veitingar þar.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis.

Nýjar fréttir