-7 C
Selfoss

Héraðsnefnd Árnesinga skorar á Alþingi að leysa úr hnökrum vegna Ölfusárbrúar

Vinsælast

Á haustfundi Héraðsnefndar Árnesinga bs. sem haldinn var á Hótel Geysi 15. okt. sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða vegna byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá.

„Héraðsnefnd Árnesinga skorar hér með á Alþingi Íslendinga að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar við byggingu á nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss.

Héraðsnefnd Árnesinga minnir á að framkvæmdin á að greiðast með gjaldtöku notenda en ekki af fjármunum samgönguáætlunar og því óháð þeirri fjármögnun og forgangsröðun.

Íbúar Suðurlands ásamt öllum þeim sem leið sína leggja um Selfoss geta ekki öllu lengur búið við umferðatafir þær sem eru meira og minna orðnar viðvarandi um gömlu Ölfusárbrúnna við Selfoss og eru sérstaklega íþyngjandi á álagstímum.

Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki.

Tími áætlunargerða, mats á mögulegum brúarstæðum og legu hringvegarins er liðinn.

Tími framkvæmda er runninn upp.“

Nýjar fréttir