1.1 C
Selfoss

Gaujubókhveitikaka með sardínum

Vinsælast

Guðjóna Björk Sigurðardóttir er matgæðingur vikunnar.

Ég hef alltaf verið mikil áhugamanneskja um sardínur. Mér finnst þær góðar og þær eru alveg einstaklega hollar. Þær eru fullar af Omega-3 og í einni dós er dagskammtur af kreatíni sem er akkúrat það sem við konur þurfum.

Núna í vor fórum við hópur úr Hamri í Hveragerði í körfuboltabúðir á Spáni þar sem mekka sardínunnar er og sá maður allar stærðir og gerðir matreiddar á ýmsan hátt, bæði soðnar og allt yfir í djúpsteiktar. Það er óhætt að segja að þessi matur hafi skapað miklar umræður á milli okkar foreldranna ég var ekki hrifin af spænskum sardínum. Að mínu mati eru íslensku ora-sardínurnar langtum fremri. Ég ætla því að henda í eina uppskrift fyrir ykkur og hvet alla neikvæða að ákveða ekki fyrir fram að þetta sé vont og prófa!

Ég er hræðileg með magn svo þið bara prófið ykkur áfram með það.

Innihald:

40 gr. bókhveiti (Má sleppa og nota súrdeigsbrauðið frá GK Bakarí sem er besta súrdeigsbrauðið á Íslandi)

Gróft salt

Olíusprey

Klettasalat

Ora sardínur

Heslihnetur

Sólblómafræ

Cashew hentur

Bláber

Pestó (ég elska t.d. pestóið frá Ártanga sem fæst í GK Bakarí)

Íslenskt hreint smjör

Graslaukur

Steinselja

Framkvæmd:

Byrjið á því að bræða smjör í potti, ca. 3 tsk. með salti.

Takið svo bókhveitið og hrærið með vatni og salti í skál. Svona meðalþunnt.

Spreyið vel af olíuspreyi á pönnuna á háum hita. Setjið smá salt ofan á.

Spreyið á pönnukökuna og veltið svo aftur. Gerið það sama aftur ca. 2-3 sinnum þangað til að pönnukakan er orðin svolítið krispý.

Setjið á disk og hellið smjörinu á pönnukökuna. Dreifið svo klettasalati ofan á. Raðið fallega um 5 stk. af sardínum ofan á.

Þurrristið hnetur og fræ á pönnu og dreifið svo fallega yfir ásamt graslauk og steinselju.

Síðan eru bláber sett fallega yfir og að lokum nokkrar hálfteskeiðar af pestó á víð og dreif.

Úkoman á uppskriftinni.

Mig langar svo að skora á góðan vin minn og frábæran matgæðing, Tryggva Hofland, eiganda Hofland Eatery í Hveragerði. Maðurinn minn og sonur hafa einstaka matarást á honum og ég veit að hann getur komið með eitthvað gómsætt.

Nýjar fréttir