-3.4 C
Selfoss

Rangárþing ytra samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Hvammsvirkjunar

Vinsælast

Sveitarstjórn Rangárþings ytra tók í dag til afgreiðslu umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Áður höfðu umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd og skipulags- og umferðarnefnd tekið umsóknina til umfjöllunar og báðar samþykkt að sveitarstjórn veitti leyfið.

Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra hefur því verið falið, að uppfylltum skilyrðum, að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við framlögð gögn og gildandi ákvæði og reglugerðir.

Nánar má lesa um afgreiðslu málsins í fundargerð fundarins.

Nýjar fréttir