-3.1 C
Selfoss

Jól í skókassa í Selfosskirkju

Vinsælast

Þó enn sé langt í jólin eru eflaust einhverjir farnir að huga að þeim. Að minnsta kosti eru verslanir farnar að draga fram jóladótið og langt er síðan auglýsingar um jólatónleika byrjuðu að heyrast í útvörpum landsins. Á sumum heimilum byrjar jólaundirbúningurinn einmitt um þetta leyti með Jólum í skókassa.

Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem hófst árið 2004. Verkefnið snýst um að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika. Útbúnar eru fallegar jólagjafir, pakkaðar í skókassa sem sendir verða til Úkraínu. Á því svæði sem jólagjöfunum verður dreift ríkir mikil örbirgð. Íslensku skókassarnir fara meðal annars á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra. Verkefnið Jól í skókassa er kjörið tækifæri til að gera góðverk og láta gott af sér leiða.

Ljósmynd: Aðsend.

Til að taka þátt í verkerkefninu þarf að útvega skókassa og ákveða kyn og aldur þess sem fær gjöfina. Í kassann á svo að setja eitt úr hverjum flokki: skóladót, leikföng, hreinlætisvörur, sælgæti og föt. Kassanum er svo pakkað inn eftir kúnstarinnar reglum og skilað í Selfosskirkju. Nánari upplýsingar um hvað má og hvað má ekki fara í kassann er að finna inni á síðunni https://www.kfum.is/skokassar/.
Tekið er á móti kössum frá 22. – 30. október í Selfosskirkju.
Síðasti skiladagur í Selfosskirkju er miðvikudagurinn 30. október.

Nýjar fréttir