-0.5 C
Selfoss

Hamar leikur heimaleik í Evrópueinvíginu í kvöld

Vinsælast

Hamar og Limax spila seinni leik liðanna í áskorendakeppni evrópska blaksambandsins í Digranesi kl. 19:00 í kvöld.

Hamar tapaði fyrri leiknum 3-0 en átti ágæta spretti í leiknum, sérstaklega í annarri hrinu.

Það er því á brattann að sækja fyrir Hamarsmenn sem ekki njóta heimavallaréttarins til fulls þar sem keppnisvöllur þeirra í Hveragerði uppfyllir ekki staðla evrópska blaksambandsins (CEV).

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt lið tekur þátt í þessari keppni á vegum CEV og Hamarsmanna bíður ærið verkefni í Kópavoginum annað kvöld.

Að sögn fyrirliða Hamars, Hafsteins Valdimarssonar, eru Hamarsmenn tilbúnir í leikinn. Allir leikmenn eru heilir heilsu og vonast þeir til að blakáhugafólk láti sjá sig á pöllunum í Digranesi enda um einstakan viðburð að ræða í íslenskri blaksögu.

Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir