Sunnudagskvöldið 20. október verður haldin gróðurhúsamessa í gróðurhúsi á Hverabakka, rétt við Flúðir. Kirkjukórinn mun syngja sálma og lög sem hæfa tilefninu. Innlegg verður um ylrækt og textar lesnir tengdir aldingarðinum og gróðri. Notaleg kvöldstund í hlýlegu umhverfi. Sr. Óskar leiðir stundina og Eyrún organisti stýrir söngnum. Öll eru velkomin.