-1.6 C
Selfoss

Leikfélag Selfoss setur upp Listin að lifa

Vinsælast

Leikfélag Selfoss æfir þessa dagana leikritið Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Frumsýning er fyrirhuguð eftir nokkrar vikur. Leikfélag Selfoss hefur haft heldur hægt um sig síðustu tvö ár vegna framkvæmda við leikhúsið við Sigtún og af öryggisástæðum hefur félagið ekki getað haldið stóra viðburði eða sett upp leiksýningar. Starfið hjá þeim er komið á fullt núna. Ásamt því að æfa upp leikrit hélt leikfélagið átta námskeið fyrir börn í leikhúsinu í sumar, en námskeiðin hafa verið fastur liður í starfi félagsins í um 30 ár og hafa verið vel sótt.

Ljósmynd: Facebook/Leikfélag Selfoss.
Ljósmynd: Facebook/Leikfélag Selfoss.
Ljósmynd: Facebook/Leikfélag Selfoss.
Ljósmynd: Facebook/Leikfélag Selfoss.

Nýjar fréttir