7.3 C
Selfoss

Hljómsveitin Slysh sigurvegarar Allra veðra von

Vinsælast

Hljómsveitakeppnin Allra veðra von fór fram í Vestmannaeyjum laugardaginn 12. október. Fimm hljómsveitir tóku þátt og bar hljómsveitin Slysh sigur úr býtum. Aðrar hljómsveitir voru Mucky Muck, Þögn, Grýbos og Richter.

Hljómsveitin Slysh var stofnuð af ungum Hvergerðingum í hljómsveitavali í Grunnskólanum í Hveragerði árið 2022. Í kjölfarið tóku þeir þátt í Söngkeppni Samfés og lentu þar í 3. sæti. Síðan þá hafa þeir komið fram víða og meðal annars tekið þátt í Músíktilraunum þar sem söngvari hljómsveitarinnar, Gísli Freyr, var valinn besti söngvari keppninnar. Strákarnir stunda nú allir nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands, nema trommarinn Stefán Gunngeir, sem er í Menntaskólanum að Laugarvatni.

Hljómsveitina skipa Björgvin Svan Mánason- gítar/bakrödd, Gísli Freyr Sigurðsson – söngur, Eyvindur Sveinn Lárusson – rafmagnsgítar, Úlfur Þórhallsson – bassi, Stefán Gunngeir Stefánsson – trommur og Hrafnkell Örn Blöndal Barkarsson – hljómborð.

Hægt er að fylgjast með hljómsveitinni á Instagram-síðu þeirra slysh.official.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá keppninni.

Nýjar fréttir