7.3 C
Selfoss

Fjögur sveitarfélög á Suðurlandi hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024

Vinsælast

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Félagið veitir þessa viðurkenningu árlega þeim þátttakendum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum.

Í ár voru það 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar sem hlutu viðurkenninguna og eru fjögur sveitarfélög á Suðurlandi þar á meðal. Það eru Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus, Rangárþing eystra og Rangárþing ytra.

Jafnvægisvogin hefur þann tilgang að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Markmiðið er að hlutföllin verði 40/60 í framkvæmdastjórnun. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hefur náð góðum árangri á þessu sviði.

Nýjar fréttir