-6.9 C
Selfoss

Hamar/Þór sigraði í fyrsta heimaleik

Vinsælast

Hamar/Þór vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild kvenna í körfubolta þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í Þorlákshöfn í gærkvöld. Lokatölur urðu 95-91.

Þór Akureyri var með forystu eftir fyrsta leikhluta. Hamar/Þór komst í gang í þeim öðrum og skoruðu 14 stig í röð og komust þannig yfir. Í þriðja leikhluta komust gestirnir aftur yfir en heimamenn svörðuðu fyrir sig og náðu sigrinum á lokasprettinum. Þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum var tveggja stiga munur en heimamenn náðu að klára leikinn með fjögurra stiga mun, 95-91.

Abby Beeman var stigahæst og  skoraði 39 stig, tók 9 fráköst og sendi 8 stoðsendingar. Á eftir henni var Hana Ivanusa með 20 stig og 8 fráköst.

Tölfræði Hamars/Þórs: Abby Beeman 39/9 fráköst/8 stoðsendingar, Hana Ivanusa 20/8 fráköst, Teresa Da Silva 17, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 8/7 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 5/5 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 4, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2, Gígja Rut Gautadóttir 1 stoðsending.

Nýjar fréttir