1.7 C
Selfoss

Frábær árangur á haustmóti JSÍ

Vinsælast

Haustmót JSÍ var haldið þann 5. október í Íþróttahúsi Akurskóla, Njarðvík.

Á mótinu voru 75 keppendur frá níu félögum.

Judodeild UMFS sendi frá sér sex keppendur sem tóku tvö gull, fimm silfur og eitt brons.

Styrmir Hjaltason keppti í -73 kg í U18, U21 og fullorðins og var með medalíu í öllum flokkum. Sigurður Hjaltason sem er núverandi Íslandsmeistari vann sínar viðureignir örugglega og tók gullið í -100 kg. Mikael Ólafsson vann gullið í U18 og átti góðar glímur í U21.

Árangur var:

Jónas Gíslason 2. sæti U13 -55 kg.

Sigurður Hjaltason 1. sæti Senior +100.

Styrmir Hjaltason 2. sæti í U21 -73 kg og senior. 3. sæti í U18.

Gestur Maríasson 3. sæti u18 -60 kg.

Mikael Ólafsson 1. sæti U18 -81kg og 2. sæti í U21 Sveinbjörn Ólafsson 2. sæti í U15 -66 kg.

Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir