3.4 C
Selfoss

Undurfagrir fiðlutónar í Hveragerðiskirkju

Vinsælast

Sunnudaginn 13. október kl. 16 verða tónleikar með yfirskriftinni Undurfagrir fiðlutónar haldnir í Hveragerðiskirkju. Verkefnið er styrkt af SASS og er á vegum Fiðlufjörs þar sem fiðluleikarinn Chrissie Telma Guðmundsdóttir og píanóleikarinn Einar Bjartur Egilsson halda tónleika með skemmtilegri efnisskrá. Sérstakur gestur tónleikanna er Selfyssingurinn Elísabet Anna Dudziak fiðluleikari sem stundar framhaldsmenntun í Danmörku. Þetta eru fyrstu tónleikar verkefnisins Undurfagrir fiðlutónar. Verkefnið felst í því að bjóða nemanda sem er enn í námi að halda opinbera tónleika með tónlistarfólki eins og Chrissie og Einari ásamt því að aðstoða við að raða saman efnisskrá og skipuleggja æfingar og markaðssetningu.

Elísabet Anna Dudziak.
Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir