-7 C
Selfoss

Hrútasýning Hrunamanna framundan

Vinsælast

Árleg hrútasýning Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna verður haldin í reiðhöllinni á Flúðum laugardaginn 12. október nk. kl. 13. Keppt verður í hinum ýmsu flokkum. Rollubingóið verður á sínum stað og íhaldsmaður sýningarinnar verður útnefndur. Þá fer fram keppni í hrútaþukli. Heitt verður á könnunni og mikið af fallegu fólki og fé.

Öll eru hjartanlega velkomin!

Nýjar fréttir