-1.4 C
Selfoss

Flottur árangur Selfyssinga á Íslandsmóti TKÍ

Vinsælast

Taekwondo-deild Selfoss átti þrjá keppendur á Íslandsmóti TKÍ í formum sem haldið var í Kópavogi um helgina. Þau enduðu öll á palli og var Umf. Selfoss í þriðja sæti í heildarstigakeppninni á mótinu.

Veigar Elí Ölversson vann til gullverðlauna í einstaklingsflokki Cadet B karla.

Laufey Ragnarsdóttir vann til bronsverðlauna í einstaklingsflokki Cadet B kvenna.

Veigar og Laufey unnu svo til gullverðlauna í para formum í sama aldursflokki.

Veigar, Laufey og Loftur Guðmundsson unnu svo einnig til gullverðlauna í hópa formum í Cadet B.

Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir