-10.3 C
Selfoss

Bólusetning vegna inflúensu og Covid

Vinsælast

Bólusetning gegn inflúensu og Covid verður í boði fyrir 67 ára og eldri íbúa Árborgar miðvikudaginn 16. október frá klukkan 10:00-12:00. Bólusett verður í gamla matsalnum í Grænumörk 5. Gengið er um aðalinngang.

Bólusetning gegn inflúensu fyrir almenning byrjar einnig 16. október. Einstaklingar 60 ára og eldri og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma geta bókað tíma á sinni heilsugæslu í síma 432-2000.

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri
  • Börn fædd 2020 eða síðar sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum
  • Barnshafandi
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Fólk í starfstengdri áhættu vegna samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu.

Nýjar fréttir