-0.5 C
Selfoss

Selfoss með sigur í fyrsta leik og Hamri spáð upp í Bónus-deildina

Vinsælast

Opnunarleikur 1. deildar karla í körfubolta fór fram í gærkvöld í íþróttahúsi Vallaskóla. Þar tóku Selfyssingar á móti Þór Akureyri.

Gestirnir byrjuðu leikinn betur og leiddu nær allan fyrsta leikhluta. Selfyssingar náðu þó að jafna í 30-30 undir lok hans. Selfyssingar leiddu í hálfleik með stöðuna 61-57. Þeir áttu svo seinni hálfleik skuldlausan og endaði leikurinn 114-97 fyrir Selfyssingum.

Hamar leikur sinn fyrsta leik í kvöld á móti nýliðum KV. Leikurinn fer fram í Frystikistunni í Hveragerði klukkan 19:15.

Miðað við spá formanna, þjálfara og fyrirliða deildarinnar er Selfyssingum spáð 9. sæti á þessu tímabili en Hamri spáð beint upp í Bónus-deildina.

Mynd: Karfan.is.

Nýjar fréttir