-4.9 C
Selfoss

Hamar lagði KV í fyrsta leik tímabilsins

Vinsælast

Hamar spilaði sinn fyrsta leik í kvöld í 1. deildinni eftir endurkomu úr efstu deild. Þeir tóku á móti nýliðum KV úr Vesturbænum. Spilað var í Frystikistunni í Hveragerði fyrir fullri stúku áhorfenda.

Fyrsti leikhluti byrjaði betur hjá heimamönnum en þeir komust í 28-24. Í öðrum leikhluta komust gestirnir í gang og fóru inn í hálfleik með sjö stiga forskot, 40-47. Seinni hálfleikur var mjög jafn framan af og var hart barist. Eftir þriðja leikhluta voru Hamarsmenn komnir í ágætis forystu, 73-64, sem þeir héldu til enda. Lokatölur voru 103-88 Hamarsmönnum í vil.

Stigahæstur var Jaeden King, leikmaður Hamars, með 36 stig.

Hamri er spáð beint upp í Bónus-deildina á meðan KV er spáð síðasta sæti í deildinni.

Nýjar fréttir