-1.1 C
Selfoss

Elliði vill hætta við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá

Vinsælast

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Hann segir betra að bæta veginn um Þrengsli og að Eyrarbakkavegur verði sveigður suður fyrir Selfoss.

Þetta kemur fram í grein sem hann sendi á Vísi.is.

Háværar raddir hafa heyrst undanfarið um smíði nýju brúarinnar. Margir telja að óþarfi sé að byggja svo dýra brú eins og stendur til. Áætlaður kostnaður er um 14 milljarðar króna. Planið er að hafa gjaldtöku fyrir akstur yfir brúna og þannig eigi hún að standa undir kostnaði. Sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að það dæmi gangi upp.

„Með því að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss verður til greiðfær leið sem gerir nýja brú yfir Ölfusá óþarfa. Kostnaðurinn við vegabæturnar verður aldrei nema brot af verðmiða brúarinnar,“ segir Elliði í grein sinni á Vísi.is.

„Ekki aðeins sparast gríðarlegir fjármunir með því að hætta við brúarsmíðina, heldur þarf hvort sem er að bæta Þrengslaveg til muna. Hann er of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn. Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi,“ segir hann einnig.

Nýjar fréttir