-4.7 C
Selfoss

Ungt fólk og lýðheilsa 2024

Vinsælast

Ungmennaráð Hrunamannahrepps og Ungmennaráð Skeiða- og Gnúpverjahrepps fóru saman á ráðstefnuna UNGT FÓLK OG LÝÐHEILSA 2024 sem haldin var að Reykjum í Hrútafirði á vegum UMFÍ dagana 20. – 22. september. Ráðstefnan hefur verið haldin í 15 ár eða frá árinu 2009.

Saman komu um 100 ungmenni úr ungmennaráðum af öllu landinu. Hópurinn fékk yfirgripsmikla fræðslu um líkamlega, andlega og félagslega heilsu á laugardegi. Á sunnudegi gafst þeim tækifæri til þess að ræða við áhrifafólk úr pólitík, ráðherra o.fl. og koma áherslum ungs fólks á framfæri. Þann dag klæddust ungmenni bleikum fatnaði til minningar um Bryndísi Klöru, sem lést af sárum sínum eftir að hafa orðið fyrir hnífaárás á Menningarnótt í ágúst.

Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir ungmennin en ekki síður mikið tækifæri fyrir starfsfólk sveitarfélaganna til þess að kynnast kollegum um land allt og bera saman bækur.

Fyrir hönd ungmennaráða beggja sveitarfélaga,
Þórarinn Guðni Helgason

Nýjar fréttir