-1.1 C
Selfoss

Ölverk Bjórhátíð um helgina

Vinsælast

Dagana 4. og 5. október fer hin árlega Ölverk Bjórhátíð fram í alvöru gróðurhúsi í Hveragerði.

Að minnsta kosti 30 framleiðendur verða á svæðinu að bjóða upp á smakk, bæði íslenskir og erlendir.

Listinn er ekki tæmandi: Könglar (Hallormsstaður), Hovdenak Distillery (Reykjavík), Smiðjan brugghús (Vík), Mývatn öl (Mývatn), Malbygg brugghús (Reykjavík), Mjólkursamsalan (Selfoss/Reykjavík), Litla brugghúsið (Garður), Víking brugghús (Akureyri), Ölverk brugghús (Hveragerði), Gæðingur brugghús (Kópavogur), Ægir brugghús (Reykjavík), Grugg & Makk (Reykjavík), Borg brugghús (Reykjavík), Álfur brugghús (Reykjavík), Ólafsson gin (Reykjavík), Kjörís (Hveragerði), RVK Brewing Company (Reykjavík), The Brothers Brewery (Vestmannaeyjar), Agla gosgerð (Reykjavík), Session (Reykjavík), Brennivín (Reykjavík), Ölvisholt brugghús (Hafnarfirði), Öldur Meadery (Hella), Fágun (Ísland), Bjórsetur Íslands (Hólar í Hjaltadal), Lervig Brewery (Norway), Dokkan Brugghús (Ísafirði), Galdur Brugghús (Hólmavík), Foss Distillery (Kópavogur), Bruggsmiðjan Kaldi (Árskógssandi), Oslo brewing (Norway).

Frábær dagskrá verður báða dagana en á föstudeginum mæta Úlfur Úlfur og DJ Danni Deluxe. Á laugardeginum skemmtir Páll Óskar og FM Belfast lokar kvöldinu.

20 ára aldurstakmark er á hátíðina og fer miðasala fram á tix.is.

Nýjar fréttir