Það er orðið að árlegum viðburði að haldin er þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju í Flóahreppi. Að þessu sinni verður hún haldin sunnudaginn 6. október kl. 14.00. Eftir messu verður messukaffi, Pálínuboð, í Félagsheimilinu Þjórsárveri. Þau sem mæta eru beðin um að koma með veitingar með sér á kaffiborðið. Í boði verður kaffi, te og djús. Þeir einstaklingar sem eiga þjóðbúninga eru hvattir til að mæta í þeim til messu, en allir eru velkomnir þó að þeir eigi ekki þjóðbúning.