-1.1 C
Selfoss

Nóg um að vera hjá Karlakór Hveragerðis

Vinsælast

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun standa fyrir hausttónleikum í Hveragerðiskirkju laugardaginn 19. október klukkan 16:00. Jónas Sig. kemur fram með kórnum. Tveimur dögum eftir tónleikana munu kórfélagar og makar fara í söngferðalag til Ítalíu. Kórinn er nú á sínu áttunda starfsári en að jafnaði syngja á milli 35 og 40 karlar með kórnum á öllum aldri. Örlygur Atli Guðmundsson hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi og hefur honum tekist einstaklega vel að skapa skemmtilega stemningu í kórnum með hressilegum lögum þar sem leikrænir tilburðir kórfélaga koma oft við sögu við mikla hrifningu tónleikagesta. Jólatónleikar eru fyrirhugaðir í Hveragerðiskirkju þann 7. desember þar sem kórinn mun koma við sögu ásamt fleira tónlistarfólki úr Hveragerði. Einnig stefnir kórinn á að standa fyrir hagyrðingakvöldi 18. janúar næstkomandi svo eitthvað sé nefnt. Nýir félagar eru alltaf velkomnir í kórinn en kórinn er með Facebook síðu þar sem hægt er að forvitnast um kórinn og senda skilaboð ef svo ber undir. En nú eru það hausttónleikarnir 19. október, eitthvað sem enginn má missa af þegar gleði og söngur er annars vegar.

Örlygur Atli Guðmundsson, stjórnandi Karlakórs Hveragerðis og Sigurður Birgir Sæmundsson, formaður kórsins.
Ljósmynd: Aðsend.

F.h. Karlakórs Hveragerðis

Sigurður Birgir Sæmundsson, formaður

Nýjar fréttir