-5.5 C
Selfoss

Fullt hús á frumsýningu Ávaxtakörfunnar

Vinsælast

Ávaxtakarfan var frumsýnd fyrir fullu húsi í Leikfélaginu í Hveragerði um liðna helgi. Mikil ánægja var meðal áhorfenda. „Ég ætla að taka stórt upp í mig og segja að ég þurfti stundum að klípa mig og spyrja í hljóði; er ég í atvinnuleikhúsi eða hvað?“ segir Hjörtur Benediktsson, áhorfandi, á Facebook-síðu sinni um sýninguna.

Gunnar Gunnsteinsson leikstýrði verkinu og Andrea Gylfadóttir sá um söngþjálfun. Þau létu sig ekki vanta á frumsýningu. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Pétur M. Markan, mætti einnig og færði leikstjóranum blóm að sýningu lokinni. Eftir sýningu voru myndatökur með leikurum fyrir þau sem vildu.

Ljósmynd: Facebook/Gunnar Gunnsteinsson.

Ávaxtakarfan hefur lengi vel verið vinsælasta barnaleikrit sem Íslendingar eiga. Hún tekur á mikilvægum boðskap sem er einelti og fordómar. Mæja jarðarber er lögð í einelti af hinum í körfunni af því hún er ekki eins og þau. Henni er ætlað að þrífa, taka til og þjóna hinum. Immi ananas er voldugasti ávöxturinn og ætlar að krýna sjálfan sig konung. Allt breytist þegar Gedda gulrót kemur í körfuna og varpar ljósi á það að það skipti engu máli hvernig maður sé á litinn eða í laginu.

Miðasala fer vel af stað en hún fer fram á tix.is Sýningar verða á laugardögum og sunnudögum í vetur. Fyrirspurnir og hópapantanir fara fram á leikhver@gmail.com.

Nýjar fréttir