-7 C
Selfoss

Tuttugu kærðir fyrir of hraðan akstur

Vinsælast

Frá því á þriðjudag hafa tuttugu ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Sá sem hraðast ók var á 142 km/klst hraða á Suðurlandsvegi. Tveir ökumenn kærðir fyrir akstur voru sviptir ökuréttindum.
Einn ökumaður var kærður fyrir að draga ljóslausan eftirvagn.
Tvö umferðaróhöpp eru skráð hjá lögreglu s.l. tvo sólarhringa auk þess sem ekið var á kú sem þurfti að aflífa í kjölfarið.
Tilkynnt var um eld í vörubifreið í Ölfusi og varð töluvert tjón á bifreiðinni.

Nýjar fréttir