-9.7 C
Selfoss

Íþróttavika Evrópu í fullum gangi

Vinsælast

Íþróttavika Evrópu sem er orðin árlegur viðburður víðsvegar um Evrópu í lok september stendur nú yfir.

Meðal gjaldfrjálsra viðburða í dag, í tilefni vikunnar, er fyrirlestur Dr. Viðars Halldórssonar sem nefnist „Hið ósýnilega afl – mikilvægi félagslegra töfra fyrir einstaklinga og samfélag” Fyrirlesturinn er kl. 18:00 í dag í Menningarsalnum á Hellu og er hluti dagskrár vikunnar hjá Rangárþingi ytra. Sjá nánar https://www.beactive.is/irottavika-evripu-rangaring-ytra

Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í Íþróttavikunni og í kvöld verður gjaldfrjáls fræðsla sem kallast Andaðu léttar og fer fram í austurrými Vallaskóla kl. 20:00. Þar mun Eva Katrín Sigurðardóttir frá Eva´s Breath verða með fræðslu fyrir almenning. Sjá viðburði hjá Árborg á https://www.arborg.is/frettasafn/ithrottavika-evropu-2024.

Fjölbrautaskóli Suðurlands heldur heilsuviku FSu í vikunni og á morgun kl. 15:00 verður fótboltamót á gervigrasvellinum á Selfossi í umsjón nemendafélagsins, sjá https://www.beactive.is/irottavika-evropu-i-fjoelbrautaskola-suurlands

Nýjar fréttir