-4.8 C
Selfoss

Selfyssingar sameinast í miðbænum fyrir úrslitaleikinn á Laugardalsvelli

Vinsælast

Meistaraflokkur Selfoss karla í fótbolta keppir til úrslita á móti KFA í Fótbolta.net bikarnum á föstudaginn næsta á Laugardalsvelli. Í því tilefni ætlar stuðningsfólk Selfoss að koma saman í miðbænum á Selfossi fyrir leik áður en haldið verður á Laugardalsvöll. Dagskrá verður á svæðinu sem byrjar klukkan 16.

Í boði verður andlitsmálun fyrir börnin, candyfloss frá Groovís, Magnús Kjartan mætir með gítarinn og tekur lagið og happy hour verður á Röstí, Takkó, Samúelsson og Romano. Drykkur fylgir keyptum mat.

Boðið verður upp á fríar rútuferðir í grænum rútum frá GT. Þær fara frá miðbænum kl. 17:30. Takmarkað sætapláss er í boði og gildir lögmálið fyrstur kemur, fyrstur fær. Börn 13 ára og yngri skulu vera í fylgd fullorðinna í rútum.

Knattspyrnufélagið hvetur unga sem aldna til þess að sameinast í miðbænum áður en haldið verður á völlinn. „Sjáumst í miðbænum og sjáumst á Laugardalsvelli. Áfram Selfoss!“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Nýjar fréttir