-6.6 C
Selfoss

Haukur Páll framlengir við Selfoss

Vinsælast

Haukur Páll Hallgrímsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.

Haukur Páll er leikstjórnandi uppalinn á Selfossi. Hann steig sín allra fyrstu skref með meistaraflokki haustið 2017 og varð hluti af U-liði Selfoss sem stofnað var ári síðar. Síðustu ár hefur Haukur svo vaxið upp í að verða fastur póstur í meistaraflokki.

„Það er gleðiefni að þessi ungi en reyndi leikmaður velji að halda áfram á vegferð sinni með okkur,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Nýjar fréttir