3.9 C
Selfoss

Sveitarfélagið Árborg setur álag á útsvar

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg vekur athygli íbúa á því að álag var sett á útsvar frá upphafi árs 2024.

Þetta þýðir að tekjur sveitarfélagsins munu aukast á þessu ári en áhrifin á skattgreiðendur koma fram í uppgjöri á næsta ári, sumarið 2025.

Þessar álögur verða sýnilegar við uppgjör opinberra gjalda ársins 2024, þar sem íbúar munu sjá hækkun á útsvari í niðurstöðu skattframtals. Sveitarfélagið er meðvitað um að þetta aukna álag geti verið íþyngjandi fyrir íbúa, sérstaklega í ljósi þess að margir eru að glíma við aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Mikilvægt er að íbúar hafi þessar breytingar í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið.

Álagningin er í samræmi við þær upplýsingar sem komu fram í frétt um fjárhagsáætlun Árborgar fyrir árið 2024 sem kynnt var í lok árs 2023. Þar kom fram að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða eins og þessarar til að tryggja rekstrarhæfi og viðhalda nauðsynlegri þjónustu.

Sveitarfélagið tekur fram að þessi aukning á útsvari sé aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára og er ekki ætlað að verða varanleg. Markmiðið er að styrkja fjárhag sveitarfélagsins tímabundið, á meðan unnið er að öðrum langtímalausnum til að mæta fjárhagslegum áskorunum.

Sveitarfélagið hvetur íbúa til að kynna sér þessar breytingar og vera meðvitaðir um að þær muni koma fram í framtíðarskattgreiðslum, sumarið 2025. Hér að neðan er hægt að sjá áætlaða viðbótarálagningu miðað við mismunandi heildartekjur.

Mánaðar-
laun
Árslaun Álag á útsvar Áætlað til greiðslu 1. júní 2025
416.667 5.000.000 1,474% 73.700
666.667 8.000.000 1,474% 117.920
833.333 10.000.000 1,474% 147.400
1.000.000 12.000.000 1,474% 176.880
1.250.000 15.000.000 1,474% 221.100

Nýjar fréttir