-1.1 C
Selfoss

Tíu kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina

Vinsælast

Um helgina voru tíu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurlandi. Sá sem hraðast ók var á 139 km/klst hraða á Suðurlandsvegi á Hellisheiði.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir réttindaleysi til aksturs ökutækja.

Einn ökumaður var kærður fyrir að vera með laust barn í bifreið sinni.

Ásamt því voru tveir ökumenn stöðvaðir, grunaðir um vímuakstur. Annar þeirra fyrir akstur undir áhrifum ávana – og fíkniefna en hinn var á smáfarartæki undir áhrifum vímuefna.

Fimm umferðarslys voru skráð í umdæminu, þar af fjögur meiðslalaus. Í dag var tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi við Ölvisholt. Aðilar í bifreiðunum voru fluttir til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun.

Þrjú þjófnaðarmál komu upp og eru þau í rannsókn.

Nýjar fréttir