4.5 C
Selfoss

Smiðja og tónleikar með Ronald Heu í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Í tengslum við samsýninguna Lífrænar Hringrásir í Listasafni Árnesinga er boðið upp á smiðju og tónleika með sænska tónskáldinu Ronald Heu.

Smiðjan er  föstudaginn 27. september klukkan 15:00 og tónleikarnir laugardaginn 28. september einnig klukkan 15:00.

Viðburðirnir eru ókeypis.

Ronald Heu ólst upp í suðurhluta Svíþjóðar. Á unglingsárum sínum lék hann í ýmsum pönk- og óhefðbundnum hljómsveitum. Eftir menntaskóla lærði hann klassískan gítar við Royal Welsh College of Music and Drama í Cardiff þar sem hann útskrifaðist árið 2002. Með annan fótinn í pönkinu og DIY-nálgun þess og hinn í klassískri tónlist, byrjaði hann að semja og árið 2016 kláraði hann sitt fyrsta kvikmyndatónlistarverk.

Árið 2018 samdi hann tónlistina fyrir margverðlaunaða jórdönsku heimildarmyndina Tiny Souls eftir Dina Naser, sem síðan hún var frumsýnd árið 2019 hefur verið sýnd um allan heim.

Ronald Hue hlaut styrk frá Nordic Culture Point, Mobility Fund og styrkir Hveragerðisbær viðburðina einnig.

Nýjar fréttir