5 C
Selfoss

Hvað getur samstíga foreldrafélag gert?

Vinsælast

Þegar börnin okkar hefja sína skólagöngu, hvort sem er í leik- eða grunnskóla,

tengjumst við foreldrar og forráðamenn sjálfkrafa og myndum foreldrafélag. Öll erum

við hluti af þessu foreldrafélagi og er það hlutverk okkar að stuðla að farsælu

samstarfi milli heimilis og skóla og ekki síður að opna samtöl á milli heimila.

Í Vallaskóla eru rúmlega 500 nemendur og því óhætt að segja að þar sé ansi stórt

foreldrafélag sem hefur alla burði og hæfni til að gera frábæra hluti og stigið í sömu

átt.

  • Samstíga foreldrafélag getur skipt gríðarlega miklu máli í skólagöngu barns.
  • Samstíga foreldrafélag getur haft jákvæð áhrif á skólastarf sem leiðir til

jákvæðrar upplifunar barna gagnvart skólanum sínum.

  • Samstíga foreldrafélag á auðvelt með að ræða saman, leita lausna og komast

að sameiginlegri niðurstöðu.

  • Samstíga foreldrafélag getur stutt við skólastarfið, verið hluti af því með

uppbyggilegum hætti en ekki áhorfandi.

Þegar upp koma umræður um öryggi barna í skólum, aukið ofbeldi gagnvart

nemendum og kennurum og líðan barna getum við ekki ætlast til að skólinn sjái um

umræðuna og lausnina. Við sem foreldrafélag verðum að taka þátt í samtalinu og

verða hluti af þeim úrræðum sem þarf að virkja. Við verðum að ræða við börnin okkar

og aðra foreldra. Við verðum að eiga opið samtal við starfsfólk skólans og spyrja:

Hvað getum við gert?

Við verðum að sýna ábyrgð, rísa upp og taka þátt.

Mánudaginn 30. september mun stjórn foreldrafélags Vallaskóla

halda aðalfund í Austurrými skólans kl. 20. Á aðalfundi er tækifæri til

að kynna sér starfið, kynnast öðrum og hafa áhrif.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórn foreldrafélags Vallaskóla

Nýjar fréttir