2.3 C
Selfoss

SASS skorar á Vegagerðina að ljúka samningum um nýja Ölfusárbrú

Vinsælast

Bæjarstjórn Árborgar skoraði á Vegagerðina í lok ágúst að ljúka samningum um smíði nýrrar Ölfusárbrúar. Samtök sunnlenskra sveitafélaga hefur gert slíkt hið sama. Kemur það fram í nýjustu fundargerð stjórnarinnar. „Stjórn SASS skorar á Vegagerðina og ríkisstjórn Íslands að ljúka samningum um nýja Ölfusárbrú og tryggja fjármögnun án tafar. Brýnt er að uppbygging brúarinnar hefjist því þjóðvegurinn gegnum Selfoss annar ekki núverandi umferð og langar raðir liggja daglega um Austurveg. Ný Ölfusárbrú bætir umferðarflæði og -öryggi í og við Selfoss og hún er mikilvæg samgöngubót fyrir Suðurland.

Gera má ráð fyrir að uppbygging nýrrar brúar taki um þrjú ár og er því nauðsynlegt að framkvæmdir hefjist sem fyrst.

Nýjar fréttir