5.6 C
Selfoss

Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar á Hvolsvelli

Vinsælast

Guðlaugur Þór, umhverfis- orku- og loftlagsráðherra kom ásamt gestum á skrifstofu sveitastjórnar Rangárþings eystra í vikunni til að kynna nýja stofnun sem staðsett verður á Hvolsvelli. Náttúruverndarstofnun verður með höfuðstöðvar í ráðhúsi Rangárþings eystra og munu alls 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni víðsvegar um landið. Þá var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur talað fyrir störfum án staðsetningar og flutningi ríkisstofnana út á land árum saman og nú er þessi nýja stofnun orðin að veruleika í sveitarfélaginu.

„Við erum búin að tala um það í áraraðir og tala fyrir þessu að færa ríkisstofnanir út á land og festa störf úti á landi. Þannig að við erum alsæl með þetta og hlökkum til að fá Náttúruverndarstofnun hingað til okkar,” segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Nýjar fréttir