-8.9 C
Selfoss

Innsetningarmessa í Skálholti

Vinsælast

Sunnudaginn 22. september kl. 11 verður innsetningarmessa í Skálholtskirkju. Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir setur Bergþóru Ragnarsdóttur í embætti djákna og sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur í embætti sóknarprests í Skálholtsprestakalli. Herdís Friðriksdóttir og Vigdís Fjóla Þórarinsdóttir lesa ritningarlestra og meðhjálpari er Perla María Karlsdóttir. Sr. Kristján Björnsson lýsir blessun, Jón Bjarnason dómorganisti leikur á orgelið og stjórnar Skálholtskórnum. Aðstaða verður fyrir börnin í kirkjuskipinu til að lita og leika sér. Eftir messu verður kaffisopi í Gestastofu.

Nýr sóknarprestur Skálholtsprestakalls

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir er fædd árið 1970 í Neskaupsstað, þar sem foreldrar hennar, sr. Tómas Sveinsson og Unnur Anna Halldórsdóttir djákni, störfuðu. Hún er elst af fimm börnum. Kristín Þórunn hefur menntað sig í guðfræði- og trúarbragðafræðum bæði á Íslandi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Hún hefur starfað sem prestur frá árinu 1998 og hefur víðtæka reynslu úr dreifbýli og þéttbýli, meðal annars í Garðaprestakalli, Laugarnesprestakalli, í lúthersku og anglikönsku kirkjunni í Genf, og Egilsstaðaprestakalli.

Kristín Þórunn hefur fjölbreytta reynslu innan kirkjunnar og hefur verið virk í samkirkjulegu starfi. Hún hefur unnið að þróun helgihalds og sálmavinnu og verið áhugasöm um þjónustu við söfnuðinn.

Sr. Kristín Þórunn er gift sr. Árna Svani Daníelssyni, samskiptastjóra Lútherska heimssambandsins, og þau eiga sex börn, fjögur þeirra eru uppkomin.

Nýr djákni Skálholtsprestakalls

Bergþóra þekkir starfið innan Skálholtssóknar vel en hún hefur sinnt barnastarfi í Skálholtsprestakalli undanfarin ár.

Bergþóra Ragnarsdóttir er eiginkona Jóns Bjarnasonar, organista Skálholtskirkju. Þau eiga eina dóttur, Hildi, og búa á Laugarvatni

Nýjar fréttir